Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 361 svör fundust

Getur eitthvað verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt?

Þessari spurningu er erfitt að svara meðal annars vegna þess að það er ekki fullljóst hvað orðin „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ eiga að merkja nákvæmlega. Áður en við veltum því fyrir okkur hvort eitthvað geti verið eðlilegt án þess að eitthvað annað sé óeðlilegt er því við hæfi að íhuga aðeins merkingu orðanna. Í ein...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Hversu oft andar maður á sólarhring?

Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...

Nánar

Hvað er Þanghaf og hvar er það?

Þanghafið nefnist einnig Sargassóhaf. Það dregur nafn sitt af lausu sargassóþangi sem flýtur um hafið í miklum breiðum. Þanghafið er hluti af Atlantshafi. Það er fyrir vestan Asoreyjar og nálægt Bermúda-eyjum, á mótum Golfstraumsins og Norðurmiðbaugsstraumsins. Hér sést Þanghafið á korti. Það voru líklega po...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

Nánar

Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?

Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...

Nánar

Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?

Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?

San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandger...

Nánar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

Nánar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

Nánar

Hver er stærsti jökull í heimi og hvað er hann stór?

Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Heimildum ber ekki alveg saman um stærð hans en á Wikipediu er hann sagður 80 km breiður, rúmlega 400 km langur og 2,5 km á þykkt. Það var ameríski landfræðingurinn John H. Roscoe sem fyrstur dró útlínur jökulsins, lýsti honum og gaf honum nafnið ...

Nánar

Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?

Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...

Nánar

Er endalaust pláss á Internetinu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvur...

Nánar

Hver var guðinn Próteus?

Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður